Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að hann hafi verið að undirbúa breytingar til efla sóknarleik Íslands þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks í tapinu gegn Porúgal. Hann hafi því þurft að hætta við.

„Það hafði áhrif að við vorum einum færri í seinni hálfleik. Það bar árangur fljótt að taka ákveðna áhættu. En mér fannst það kannski ekki skapa okkur vandræði fyrr en við komum inn í framlenginguna."

Þorsteini fannst sama vandamál einkenna leik liðsins og í undanförnum leikjum. „Við héldum kannski nógu vel í boltann á köflum."

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, spurði Þorstein svo: „Fram að rauða spjaldinu, fannst þér þið hafa gert nóg til að verðskulda það að vera á leiðinni á HM? -Mér fannst leikurinn bara vera í jafnvægi. Það sem ég bjóst við og hefur verið svolítið hjá Portúgal er að eftir því sem hefur liðið á leikina hafa þær gefið eftir. Við vorum alveg sáttir við hvernig leikurinn var að þróast að mörgu leyti. Við vorum að fara að gera skiptingar og breytingar sem áttu að efla sóknarleikinn en við bökkuðum aðeins út úr því," sagði Þorsteinn sem var skiljanlega verulega vonsvikinn. 

„Það er rosa lítið sem maður getur sagt eiginlega. Maður er svona hálf tómur sko."