Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Frambjóðendur til forseta Alþýðusambands Íslands, þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, ræða formannsslaginn og áherslur sínar í Silfrinu í dag.

Þing ASÍ hefst á morgun, það er haldið annað hvert ár og er æðsta vald í málefnum sambandsins. Þar verður kosinn nýr forseti og varaforsetar. Fyrir liggur að Ragnar Þór býður sig fram til forseta og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, býður sig fram til embættis annars varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, býður sig fram í embætti þriðja varaforseta, en þau þrjú hafa verið samstíga innan hreyfingarinnar.

Egill Helgason hefur umsjón með Silfrinu í dag. Fyrst koma til hans alþingismennirnir Bergþór Ólason, Ásta Lóa Þórsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur. Að lokum ræðir Egill við Eld Ólafsson, forstjóra AEX Gold.