Ný brjóstamiðstöð Landspítalans að Eiríksgötu 5 í Reykjavík hefur verið formlega opnuð. Aðstaðan breytir miklu og verður öll meðferð nema stærri skurðaðgerðir tengt brjóstameinum á einum stað, nema stærri skurðaðgerðir.
Fagmennirnir segja ekkert mál að fara í brjóstaskoðun. Mikilvægt sé að fara í skimun því mikilvægt sé að greina sem fyrst ef mein finnist í brjóstum. Guðrún Birgisdóttir geislafræðingur segir skoðunina og myndatöku aðeins taka örfáar mínútur.
Á Íslandi greinast fjórar til fimm konur vikulega með brjóstakrabbamein. Skimanir eru mikilvægar til að greina meinin snemma þá eru batahorfur mun meiri. Einn til tveir karlar greinast einnig með brjóstakrabbamein árlega.
Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðdeildar segir nýju stöðina mikið framfaraskref í allri þjónustu við konur vegna brjóstameina.
„Hér er samankomin öll þjónustan á einn stað. Það er nýjungin. Það er teymi sem heldur utan um hópinn sem kemur hingað inn. Fylgir konum í gegnum greiningarferli, meðferðina og eftirlitið. Það er stóra breytingin að það er öll þjónusta á einum stað innan spítalans.“
„Eru konur hræddar við þetta?“ „Já við heyrum það sumar við heyrum það utan af okkur.“
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir starfsemina við Eiríksgötu 5 fyrsta áfanga ákveðinnar vegferðar.
„Í að þróa göngu- og dagdeildarþjónustu með samþættingu mismunandi þjónustuþátta og heildstæðri nálgun ásamt mikilli tæknivæðingu sem að eykur afköst og bætir þjónustuna sem er sú leið sem við munum fara á öðrum vettvangi líka.“