Töluvert vatnstjón varð á Akureyri í dag eftir að sjór gekk á land á Oddeyri. Vatnshæðin náði upp að hnjám þar sem dýpst var og kom vatn einnig upp úr niðurföllum.
Hástreymi og mikið hvassviðri að norðan lögðust á eitt til að skapa þessar aðstæður. Slökkviliðið hefur unnið við að fergja fyrir dyr og dæla vatni í dag þar sem tök hafa verið á því.
Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá aðstæðum á Akureyri í dag. HÉR má svo sjá lifandi færslu frá öllu því sem gerst hefur í veðrinu í dag.