Lögregla komst á snoðir um hryðjuverkaáform hér á landi eftir að hafa lagt hald á þrívíddarprentaða byssu sem notuð var í skotárás í miðbæ Reykjavíkur í febrúar. Hinir handteknu eru sagðir hafa lagt á ráðin um fjöldamorð.
Atkvæðagreiðsla, sem flestir telja sjónarspil, hófst í dag um hvort fjögur héruð í Úkraínu eigi að sameinast Rússlandi. Sérfræðingur segir að íbúar kalli yfir sig ömurlega tilveru samþykki þeir sameininguna.
Slökkviliðið hótar að loka tímabundnu húsnæði Hagaskóla í Ármúla innan þriggja vikna, verði ekki bætt úr eldvörnum. Þær eru í miklum ólestri.
Margt vel menntað táknmálstalandi fólk á í erfiðleikum með að fá vinnu við hæfi. Formaður félags heyrnarlausra kallar eftir löggjöf til að fjölga tækifærum þeirra á vinnumarkaði. Alþjóðadagur táknmála er í dag.
Austfirðingar eignuðust leikhús í gær þegar Sláturhúsið á Egilsstöðum var opnað á ný eftir algjörar endurbætur. Í húsinu er nýr sérútbúinn sviðslistasalur.