Grunur leikur á að fjöldaárásir hafi verið í undirbúningi hér á landi, sem lögregla rannsakar sem tilraun til hryðjuverka. Skotmörkin voru lögregla og Alþingi.
Sjö hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hætta um mánaðarmótin. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs segir að ekki hafi gengið nógu hratt að sporna við álagi á deildinni. Uppsagnirnar séu fleiri en á venjulegu ári eða 24, sem sé alvarlegt.
Bandalag hægri, og hægri-öfgaflokka gæti náð völdum á Ítalíu í þingkosningunum á sunnudag, gangi kosningaspár eftir. Konan sem leiðir bandalagið gæti orðið fyrsta konan til gegna embætti forsætisráðherra á Ítalíu.
Úreltar staðalímyndir um fatlað fólk vaða uppi svo lengi sem fötluðu fólki er ekki boðið að taka þátt. Þessu þarf að breyta segir kona með fötlun. Hún furðar sig á því að ófatlaður maður leiki mann með fötlun á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Ráðunautar í Reyðarfirði meta þessa dagana hrúta sem bera riðuvarnargen og gætu gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn riðu. Þeir sem best henta, munu ala af sér framtíðarfjárstofn landsins