Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Fjórir voru í dag handteknir í umfangsmiklum aðgerðum Ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum. Lögregla telur sig hafa afstýrt hættuástandi með aðgerðunum. Á fimmta hundrað manns hafa verið handteknir í mótmælaaðgerðum í Rússlandi í dag, í kjölfar þess að Vladimir Pútín Rússlandsforseti tilkynnti um herkvaðningu í morgun. Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt hótanir Pútíns um notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu.

Tveir menn sem sæta ákæru í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar harðneituðu fyrir dómi að vera á bak við notendanöfnin NuclearFork og ResidentKiller, sem skipulögðu amfetamínframleiðslu á undirheimaforriti.

Ferðamálaráðherra lofar breytingum og hefur sett af stað vinnu til að auka öryggi ferðamanna í kjölfar umfjöllunar Kveiks um fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018.