Tónlistarmaðurinn snny flutti lagið Time Spells í Vikunni með Gísla Marteini í gær. Lagið segir hann vera hreint ástarlag sem fjalli um að átta sig á hvernig ástarsambönd virka.

Tónlistarmaðurinn snny var að gera það gott í New York þegar hann ákvað að flytja til Íslands með eiginkonu sinni og dóttur. Hann er upprunalega frá Fílabeinsströndinni en ólst upp í Boston í Bandaríkjunum. Í New York kynntist hann eiginkonu sinni, sem er frá Íslandi, og þegar faraldurinn skall á ákváðu þau að flytja fjölskyldu sína hingað til lands. „Það er alltaf erfitt að flytja á nýjan stað,“ segir hann en ákvörðunin hafi samt verið auðtekin. „Ég þurfti að hugsa um fjölskyldu mína og lífsgæði dóttur minnar.“ Hann hefur unnið með íslensku tónlistarfólki og myndað nýjar tengingar og unir sér vel á Íslandi.  

Hann var gestur Vikunnar með Gísla Marteini sem sýnd var á RÚV í gær, föstudag. Í sófanum sátu Birna Pétursdóttir, Eyþór Ingi og Jóhanna Vigdís. Í lok þáttarins steig snny á svið og flutti lagið sitt Time Spells ásamt Matthildi.  

Hér er Vikan með Gísla Marteini í spilara RÚV.