Svíar kjósa 11. september og kannanir benda til þess að mjótt sé á mununum milli fylkinga hægri- og vinstrimanna. Nýjasta könnun Novus, sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu í dag, bendir til þess að hægri flokkar hafi nauma forystu og fengju 179 þingmenn en flokkar til vinstri fengju 170. Í könnun Demoskop fyrir Aftonbladet frá því í fyrradag hafa vinstri flokkarnir hins vegar nauma forystu. Stjórnmálaskýrendur segja að munurinn sé svo lítill að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu stöðuna í stjórnmálum í Svíþjóð við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.