Búist er við að metfjöldi heimsæki gosstöðvarnar í dag. Landsbjörg hefur kallað eftir að dagleg gæsla á svæðinu verði færð yfir til landvarða og lögreglu.
Leikskólakerfið hefur margfaldast umfram getu, segir formaður Félags leikskólastjórnenda, eftir covid komi aftur í ljós hversu erfitt sé að manna skólana. Loforð í sveitastjórnarkosningum um leikskólapláss fyrir tólf mánaða hafi verið innantóm.
Repúblikanar segja húsleit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili fyrrverandi Bandaríkjaforseta pólitíska. Lögreglan fann skjöl sem innihalda háleynilegar upplýsingar.
Enn finnast einstakir munir í fornleifauppgreftri við Seyðisfjörð. Taflmenn, perla máluð í fánalitunum og brot úr leirker frá víkingaöld eru meðal gripa sem komið hafa í ljós.
Hátt í fimm hundruð byrjuðu daginn á kafi í drullu í Mosfellsbæ í dag. Þar var drullu-og hindrunarhlaup haldið í fyrsta sinn og markmiðið að koma sem drullugastur í mark.