Borgarstjóri hélt stutta ræðu við athöfnina og Úkraínumenn sungu þegar Kænugarður eða Kiyv-torg fékk nafn sitt formlega í gær, en torgið er rétt hjá sendiráði Rússlands.

Skipulagsráð borgarinnar ákvað að kalla þetta litla torg á mótum Túngötu og Garðastrætis í Reykjavík Kænugarðstorgið. Ákvörðunin var tekin 27. april og það tók þá nánast fjóra mánúði að framkvæma verkið. 

Dagur B. Eggertsson, sagði að eitt af því sem hefur verið rætt í borginni var að undristrika sterku tengsl milli Reykjavíkur og Kíyv og Íslands og Úkraínu "og það að gefa þessu snotragarði nafnið Kænugarður og þessu torgi hér Kíyv torg er hluti af því." Borgarstjóri sagðist borgin vera ofboðslega stolt af framtakinu og að skiltið verði hér til framtíðar.

Borgarstjóri og fulltrúar samtakanna Support for Ukraine, eða Stuðningur til handa Úkraínu, hjálpuðust að við að skrúfa síðustu skrúfuna í skilti með nafni torgsins sem var emalerað og gert í útlöndum. Skiltið var hannað af hönnunarpari þar sem hann er Íslendingur og hún er frá Úkraínu.  

Úkraínumenn eru þakklátir og stoltir af þessum litlum stað í borginni sem er tileinkað þeim og segjast vilja nota torgið til að hittast og minnast á landið þeirra.