Að venju verður mikið um dýrðir á Menningarnótt í Reykjavík. Hinir ýmsu menningarviðburðir, gjörningar, sýningar og tónleikar spretta upp í borginni. Dagskránni verður svo slaufað með Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli.
Tónaflóð Rásar 2 á Arnarhóli snýr aftur á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst, eftir þriggja ára hlé. Þá stíga stærstu stjörnur tónlistarbransans á svið og leika lög sín þar til dagskránni lýkur með glæsilegri flugeldasýningu. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.
Þau sem í ár trylla lýðinn á Arnarhóli eru:
- BRÍET
- KK Band
- Unnsteinn
- FLOTT
- Kusk & Óviti
- gugusar
- Daniil
Sjáumst á Arnarhóli á Menningarnótt laugardagskvöldið 20. ágúst eða í beinni á RÚV og Rás 2.