Boðað er til upplýsingafundar almannavarna í höfuðstöðvum þeirra í Skógarhlíð klukkan 17:30 vegna eldgossins sem hófst fyrr í dag í Meradölum á Reykjanesskaga.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra stýrir fundinum á fundinum eru einnig fulltrúi Veðurstofunnar og fleiri.
Fundurinn er táknmálstúlkaður.