Kaldavatnslaust er nú í Grindavík, eftir að aðveitulögn inn í bæinn gaf sig í stóra skjálftanum rétt fyrir klukkan 1800 í kvöld. Unnið er að viðgerð, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segist vonast til að hún taki ekki langan tíma. Búið er að finna skemmdina; starfsmaður HS Orku sagði í samtali við fréttamann RÚV í kvöld að unnið verði fram á nótt við viðgerð.
Myndirnar hér að ofan tók Kristján Ingvarsson myndatökumaður sem var á ferðinni suður með sjó ásamt Pétri Magnússyni fréttamanni.