Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Svíþjóð og Portúgal mættust í síðustu umferð C-riðils á EM í fótbolta. Svíum dugði jafntefli en Portúgal þurfti að vinna og treysta á hagstæð úrslit úr leik Sviss og Hollands. Fyrir Svía skipti máli að vinna stórt því möguleiki var á því að markatala skæri úr um hvaða ynni riðilinn og slyppi við Frakkland í 8-liða úrslitum.

Flestir gerðu ráð fyrir auðveldum sigri Svía í leiknum enda liðið í öðru sæti styrkleikalista FIFA og efst Evrópuþjóða. Filippa Angeldahl skoraði fyrsta mark Svía á 20. mínútu eftir hornspyrnu. Á 44. mínútu fengu Svíar aukaspyrnu við endalínu Portúgal. Kosovare Asllani tók spyrnuna og gaf á Filippa Angeldahl sem skoraði með föstu skoti utarlega í teignum. Mjög vel útfærð aukaspyrna. Svíar bættu við öðru marki fyrir hálfleik. Amanda Ilested skoraði þá eftir hornspyrnu og leiknum í raun lokið. 

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Svíar fengu vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Portúgal innan teigs. Asllani skoraði úr henni og staðan orðin 4-0. Þannig var staðan þar til í uppbótatíma þegar Stina Blackstenius skoraði laglegt mark eftir sendingu Olivia Schough og 5-0 niðurstaðan.

Svíar enda efstir í C-riðli þar sem markatala þeirra er betri en Hollendinga sem unnu Sviss 4-1. Bæði lið skoruðu átta mörk í riðlinum en Svíar fengu tveimur færri á sig unnu því riðilinn. Svíþjóð sleppur því við að mæta Frökkum í undanúrslitum á laugardag og mætir þess í stað Íslendingum, Belgum eða Ítölum á föstudag.