Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Þýskaland og Finnland mættust í B-riðli á EM í fótbolta í kvöld. Þýskaland gat með sigri farið með fullt hús stiga áfram í átta liða úrslit líkt og Englendingar gerðu í gær. Leikurinn var annars þýðingarlítill fyrir bæði lið. Þjóðverjar voru búnir að vinna riðilinn og enginn möguleiki fyrir Finna að finna leið úr neðsta sætinu.

 

Eins og við var búist voru þær þýsku miklu sterkari í kvöld. Þær komust þó ekki yfir fyrr en á 40. mínútu þegar Giulia Gwinn gaf fyrir og Sophia Kleinherne skallaði boltann nokkuð auðveldlega í mark Finnlands. 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Þjóðverjar þjörmuðu að marki Finna allan fyrir hálfleik og reyndu 18 skot að marki gegn einu Finnanna.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Á 48. Mínútu átti Kathrin Hendrich fyrirgjöf fyrir mark Finnlands sem Alexandra Popp skallaði í jörðina og inn af miklu afli. Nicole Anyomi kom þeim þýsku svo þremur mörkum yfir með laglegu skoti eftir að Finnar áttu í basil með að koma valdi á boltann í eigin vítateig. Þjóðverjar héldu áfram að sækja en fleiri urðu mörkin ekki. Tölfræði leiksins talar sínu máli. Þjóðverjar áttu 32 marktilraunir í leiknum en Finnar tvær. Þær tvær enduðu báðar í varnarmanni Þjóðverja.

Þýskaland mætir Austurríki í 8-liða úrslitum á fimmtudag. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á RÚV.