Sara Björk var skiljanlega svekkt eftir leik en ræddi frábæra innkomu varamanna Íslands, fjallabaksleið liðsins og Frakkaleikinn stóra sem er fram undan.
Einar Örn spurði Söru út grátlega endakafla í leikjunum hingað til.
"Þetta einhvern veginn er ekki alveg að detta með okkur. Við fáum nokkur dauðafæri sem við eigum alveg að klára. En eins og Steini sagði áðan, við greinilega erum að fara erfiðu leiðina.
En er það ekki bara miklu skemmtilegra, að fara þrönga og hrykkjótta veginn, fremur en þann beina? Spurði Einar Örn.
"Er það ekki svolítið íslenskt?"
En byrjunin á þessum leik var alveg eftir plani?
"Að fá mark svona snemma gaf liðinu ótrúlega mikið. Við áttum góðan kafla og svo áttum við góða kafla inn á milli. En svo fannst mér við detta aðeins djúpt niður og vorum í smá eltingarleik, og þreyttar þegar við unnum boltann. Við vorum svolítið mikið að reyna að leita langt aftur og töpuðum boltum. Við verðum að reyna að horfa á leikinn aftur, en við áttum góða kafla og kafla þar sem við vorum frekar þreyttar."
"Síðan fannst mér varamennirnir koma með ótrúlega mikla orku inn. Hraða og styrk og ollu miklum usla í vörn Ítalíu. Svo fáum við nokkur dauðafæri þar sem við hefðum getað klárað leikinn - en stöngin út í dag."
Dauðafærin hafa farið á versta veg.
"Já, því miður. En vonandi að það sé stöngin inn á móti Frakklandi."
Varstu þreytt úti á velli?
"Já, ég var alveg þreytt. Hann tók mig út, og ferskar lappir inn. Það er jákvætt."