"Ég kann mjög vel við mig hérna. Við spiluðum ágætlega á móti Belgíu en við vorum kannski ekkert sérstaklega sterkar í fyrri hálfleik, en sýndum okkar leik í seinni. Ég skoraði fyrsta markið með West Ham hérna þannig ég kann ágætlega vel við mig."
Eva Björk Ben spurði Dagnýju út í það hvort hún finni fyrir meira stressi í stelpunum núna?
"Nei, alls ekki. Þó maður sé kominn með mikla reynslu þá var ég fyrir Belgíu leikinn með fiðrildi í maganum, sem er eitthvað sem ég hef ekki upplifað í mörg ár. Ég veit ekki hvort það er af því ég er búin að bíða eftir EM í fimm ár. En ég held ef eitthvað er verðum við aðeins yfirvegaðari og með enn betra spennustig í næsta leik."
Hún horfir einnig björtum augum fram á leikinn gegn Ítölum.
"Ég held það henti okkur ágætlega. Fyrsta verkefnið hans Steina var á móti Ítalíu. Ég reyndar missti af því, var með Covid þá. Ég hef aldrei spilað við Ítalíu þannig ég er mjög spennt. Ég held það henti okkur mjög vel en þær eiga fullt af frábærum leikmönnun og eru mjög sterkar þannig við þurfum að spila okkar besta leik ef við ætlum að vinna þær."
Hvernig horfa úrslitin í mótinu við liðsmönnum Íslands?
"Þetta hefur komið aðeins á óvart en þetta sýnir að ef lið eru ekki alveg á tánum og ekki klár með sitt hvort sem það er taktískt lega eða út af dagsformi. Leikirnir geta endað svona alveg sama við hvaða þjóðir er verið að spila. Maður þarf að vera klár, auðvitað eru topp þjóðir en þetta er líka að jafnast út."
Dagný talaði einnig um reynslun af fyrri stórmótum og þróun liðsins, sem henni þykir virkilega spennandi og góð blanda sömuleiðis.