Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumeistaramót í knattspyrnu með landsliðin. Henni finnst undirbúningur fyrir mótið hafa gengið vel og líður mun betur núna en þegar hún spilaði á sínu fyrsta móti í Finnlandi. Einar Örn Jónsson tók viðtal við hana í dag um undirbúning liðsins, hennar sjálfrar og næstu andstæðinga, Belgíu á morgun.

 

Dagurinn fyrir leik, alltaf svona maður gírast upp um einn 

,,Já það er komin smá fiðringur, ég verð að viðurkenna það”.

Hvernig finnst þér undirbúningurinn hafa gengið hingað til, búið að vera býsna góður tími sem þið hafið fengið saman. 

,,Já við höfum fengið góðan tíma saman. Styttri tíma en síðast á Íslandi, sem var bara fínt. Við fórum út til Póllands og spiluðum æfingarleik þar og svo til Þýskalands í topp aðstæður og æfðum vel þar og búin að taka núna tvær góðar æfingar og taka þriðju núna fyrir leikinn og allt að verða ready”.  

En þú sjálf, spilaðir 90.mínútur á móti Póllandi, allt í góðu eftir það? 

,,Allt í góðu, allt í toppstandi. Nei ég bara náði mér bara frekar hratt eftir leikinn og það var bara svona góð skilaboð”. 

Varstu á einhverjum tímapunkti á síðustu mánuðum að ná þessu ekki?

,,Já auðvitað var maður það, maður þurfti kannski líka bara að fá þessar 90.mínútur sem var ótrúlega gott að finna þetta, því ég gat ekkert svarað þessu bara hvort ég gæti spilað 90.mínútur en mér ótrúlega vel, mér leið eins og ég væri í góðu standi og hérna ég þurfti svar við því á móti Póllandi. Ég er bara í góðu standi”. 

Það er langt síðan Ísland spilaði við Belgíu, þú spilaðir reyndar báða þá leiki sem við spiluðum síðast við þá og þekkir aðeins til þeirra leikmanna sem þú spilar með líka, hvar er styrkleiki þeirra?

,,Ég þekki eitthvað til leikmanna Tessa Wullaert, sem ég spilaði með og Janice Cayman og þetta eru topp leikmenn sem við þurfum að hafa varan á. Styrkleikar þeirra, þær eru góðar að halda bolta á milli sín og góðan í transition (skiptingum þýð.blm) og þær leita mikið á bakvið línu og á svæði og við þurfum að spila ótrúlega góðan og agaðan varnaleik, góða pressu hvort heldur sem það er hátt eða lágt á vellinum”. 

Einhverja veikleika hljóta þær að hafa líka?

,,Já einhverjir veikleikar, þær fara kannski hátt upp með marga leikmenn og vonandi getum við sótt hratt á þær og fengið transition á það og refsað þeim fyrir það. Þeir eru fleiri og við munum nýta okkur það”. 

Rauði þráðurinn í viðtölum við ykkur leikmenn í gegnum þennan undirbúning hefur verið að þið hafi fókúserað ofboðslega mikið á ykkar eigin leik frekar en einblína meira á ykkar andstæðinga, finnst þér það bætt með í spilinu og leik ykkar?

,,Já ég meina að við erum líka að fara yfir andstæðingana og bara svona taktísklega séð hvernig þær spila og hvernig við spilum á móti þeim. Ég held fyrst og fremst að við þurfum að spila okkar leik og fara eftir því sem lagt er upp hjá okkur og þannig vinnum við leikinn”. 

Fjórða Evrópumótið hjá þér kornungri konunni?

,,Fjórða Evrópumótið, hljómar eins og ég sé eldgömul. Mér líður bara ágætlega, gamla, gamla”. 

Líður þér eins núna eins og þegar þú varst táningur að fara á fyrsta?

,,Mér líður reyndar betur. Ég var skítstressuð þegar ég var átján ára í Finnlandi, man ekki einu sinni eftir þessum leikjum en ég var bara í einhverju blörri þá en það er komin aðeins meiri reynsla”.