Ísland hefur leik á sínu fjórða Evrópumeistaramóti í knattspyrnu þann 10.júlí n.k. Undirbúningurinn er farin á fullt og í dag var í fyrsta sinn allur leikmannahópurinn með á æfingu en æfingar hófust á mánudag. Rúv kíkti við á æfinguna og tók viðtal við Glódísi Perlu Viggósdóttur sem er að gera góða hluti með Bayern Munchen í þýsku deildinni.

Spennt að byrja æfingar

,,Ég er búin að bíða lengi eftir æfingunn í dag þar sem að allir eru með og allir komnir til baka eftir endurheimt og leiki helgarinnar þannig að ég er bara mjög spennt að byrja þessa æfingu í dag” sagði Glódís Perla

Þrátt fyrir ungan aldur er Glódís Perla reynslubolti

Glódís Perla er 26 ára gömul en hefur engu að síður spilað 101 landsleik en þann fyrsta spilaði hún þegar hún var 17 ára gömul. Hún er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en segist ekki velta mikið fyrir sér reynslunni og leiðtogahlutverkinu.

,,Við erum með hérna mjög gott lið og mikið af reynsluboltum innan liðsins og mikið af ungum leikmönnum sem eru þó að spila í stórum deildum og eru vanar þessari pressu og öllu sem er í kringum þetta. Þannig að ég held að við séum bara með góða blöndu og ég kem bara með mitt til borðsins eins og allir aðrir”.

Ísland mætir Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðlakeppninni og líst Glódís Perlu ágætlega á riðilinn en segir að öll lið á Evrópumeistaramótinu sé gríðarlega sterk.

,,Vel og ekki vel en þetta er ótrúlega sterkur riðill og mjög góð lið sem við erum að fara að spila við en við eigum samt alveg séns á móti þessum liðum en við þurfum líka að vera í toppstandi en við erum með fullan fókus núna að fara til Póllands að spila æfingarleik til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik svo á móti Belgum”.

Hvað finnst Glódísi Perlu svo vera raunhæfar væntingar fyrir Evrópumótið?

,,Raunhæft markmið myndi ég segja að væri að vinna leik, við ætlum að vinna leik því að ef þú vinnur leik þá ertu í góðum málum með að komast upp úr riðlinum en þú verður að vinna leik til þess en það þýðir ekkert að hugsa oft langt strax”.