Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, segir að upplifun margra íbúa á Akranesi sé sú að stjórnvöld hafi dregið lappirnar þegar kemur að úrbótum í Hvalfjarðargöngum.

Tvöföldun þeirra sé á samgönguáætlun, en verkefnið ófjármagnað og þar af leiðandi ótímasett. Umferðin hafi verið komin upp í nærri átta þúsund bíla á sólarhring fyrir nokkrum árum. 

„Bæjarstjórn á Akranesi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ítrekað bent stjórnvöldum á það að það þurfi að huga að tvöföldun þessara ganga. Göng með enga neyðarútganga, þau bara svara ekki kröfum þegar þau eru komin upp í svona mikla umferð á dag,“ sagði Valgarður Lyngdal í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun.

Nánar má hlusta í spilaranum hér að ofan.