Það var hátíð í bæ í höfuðstöðvum Nova þennan þriðjudagsmorgun þegar fyrsti viðskiptadagur fyrirtækisins á aðalmarkaði kauphallarinnar hófst.
Fyrirtækið fékk nýja hluthafa í apríl og hlutafé þess var aukið. Einnig bættust fimm þúsund nýir hluthafar við í almennu útboði fyrirtækisins í síðustu viku.
Það sem af er degi hefur velta viðskipta með hlutabréf félagsins nemið meira en 400 milljónum króna. Litlar breytingar hafa verið í verði bréfanna.
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova segir að nýtt og spennandi ferðalag sé að hefjast hjá fyrirtækinu. Hún segir að markmið fyrirtækisins á almennum markaði sé að halda áfram að byggja upp sterka innviði á Íslandi, vera framarlega í tækniinnleiðingum og vera samfélaginu til heilla.