Blómsveigur var lagður að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn Í Hólavallakirkjugarði í morgun í tilefni kvenréttindadagsins.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borgarstjórnar, lagði blómsveiginn og flutti ræðu, og tónlistarkonan Una Torfadóttir sá um tónlistarflutning. 

Opið hús er í samkomusal kvennaheimilisins Hallveigarstaða sem heldur upp á 55 ára afmæli í dag. Þar verður boðið upp á veitingar og Eliza Reid, forsetafrú, heldur ávarp.