Um tvö prósent fólks þjást af svokallaðri andlitsblindu og ætlar Sálfræðideild Háskóla Íslands nú að ráðast í rannsókn á því fyrirbæri.
Markmiðið rannsóknarinnar er að skilja hvers vegna sumir eiga erfitt með að þekkja fólk á förnum vegi en aðrir geti varla gert greinar mun á andlitum fólks sem er nákomið þeim.
Heiða María Sigurðardóttir, doktor í taugavísindum, var gestur í morgunútvarpinu í morgun.
Ekki einungis til áunnin andlitsblinda
„Andlitsblinda getur komið til vegna einhvers höfuðhöggs eða heilaskaða og þannig þekkti fólk þetta fyrst,“ segir Heiða.
Hún segir fyrirbærið því hafa verið tiltölulega lengi rannsakað sem áunnin andlitsblinda sem komi til vegna þess að fólk fái skaða á ákveðnum heilasvæðum, sem virðast mikilvæg til að þekkja andlit í sjón.
„Svo núna tiltölulega nýlega þá fattaði fólk að það þarf ekkert til, eitthvert áfall. Það sé líka til eitthvað sem kallast þroskafræðileg andlitsblinda, þar sem að fólk er svona að því er virðist frá náttúrunnar hendi.