Mótmæli fóru fram við rússneska sendiráðið við Túngötu klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru flestir hvítklæddir með rauðar málningaslettur sem virðast blóði drifin.
Konurnar eru margar hverjar berar að neðan og með plastpoka yfir höfði sínu. Gulur lögregluborði er um sendiráð Rússa og lögregluvörður til að koma í veg fyrir að enginn fari þar inn.
Segja má að mótmælin séu óvenjuleg en mótmæli með svipuðum hætti hafa farið fram víða annarsstaðar í heiminum. Rússnesk stúlka tók einnig þátt í mótmælunum til að sýna samhug.
Í Fossvogskirkjugarði var lagður blómsveigur að minnisvarða um fallna rússneska hermenn, þar sem Rússar fagna sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni 1945 ár hvert þann 9. maí.