Leifur Hauksson, einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar, verður jarðsunginn í dag. Hann lést í apríl sjötugur að aldri eftir erfið veikindi. Þótt flestir minnist hans fyrir þætti hans á Ríkisútvarpinu var hann einnig reyndur tónlistarmaður og leikari. Leifs verður minnst í Samfélaginu á Rás 1 í dag.
Leifur var án efa einhver reyndasti útvarpsmaður landsins og kom víða við í dagskrárgerð sinni.
Hann stjórnaði meðal annars Morgunútvarpinu á Rás 2 ásamt Kristínu Ólafsdóttur og Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 ásamt fleirum.
Ríkisútvarpið sendir innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Leifs. Hér fyrir ofan má hlýða á hljóðbrot sem sett var saman til minningar um hann og hljómar í Samfélaginu á Rás 1 kl. 13:02.