Tónlistarmaðurinn Tusse, framlag Svía í Eurovision 2021, kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld og tók magnaðan flutning á laginu Voices.

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar var haldið síðasta laugardagskvöld. Á meðan beðið var eftir niðurstöðum steig hjartaknúsarinn Tusse á stokk með lagið Voices og hélt uppi góðri stemningu meðal áhorfenda með tilfinningaríkum flutningi. 

Til stóð að hljómsveitin Go_A, framlag Úkraínu frá því í fyrra, kæmi fram á laugardaginn var en vegna augljósra aðstæðna gátu þau ekki komið. Tusse var því fenginn í þeirra stað og bað tónlistarmaðurinn áhorfendur um að hjálpa Úkraínu í flutningi sínum. 

Hægt er að horfa á atriðið í spilaranum hér að ofan.