Mikil voru herlegheitin í Gufunesi í kvöld þar sem fólk skemmti sér konunglega á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Seinni fimm lögin voru flutt með glæsibrag og var skemmtiatriðið ekki af síðri kantinum þar sem söngkonan GDRN flutti frábæra ábreiðu af laginu Open your heart.

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fór fram við mikinn fögnuð í Gufunesi í kvöld þar sem fimm lög kepptu til úrslita, en þjóðin kaus tvö þeirra áfram í úrslit í símakosningu. Hlutskörpust voru Reykjavíkurdætur með lagið Tökum af stað og Katla með lagið Þaðan af. Þá kom einnig í ljós að framkvæmdarstjórn keppninnar kaus að velja „eitt lag enn“ og komst því lagið Don't you know með Amarosis einnig áfram. 

Tónlistarkonan GDRN hélt uppi stemningu meðal áhorfenda á meðan kosið var og flutti ábreiðu af hinu gríðarlega vinsæla Eurovision-lagi, Open your heart, í eigin útfærslu. Það var auðvitað hún Birgitta Haukdal sem kynnti þjóðina fyrir þessu lagi í keppninni árið 2003.