„Ef maður horfir bara til þess hver staðan er, hvað gögnin segja okkur, hvað ábyrgir aðilar eru að segja bæði hérlendis og erlendis, þá er ég nú bara bjartsýn á að við getum tekið þau skref enn stærri og vonandi hraðar en lagt var upp með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um afléttingaáætlun stjórnvalda. Hún segist fagna því sem þó er gert, en sé á þeirri skoðun að tilefni sé til þess að taka stór skref.

Þórdís Kolbrún vildi ekki svara því hvort áætlunin væri of varfærnisleg, en sagðist þó treysta heilbrigðisráðherra í þessu eins og öðru. Hún segir að ríkisstjórnin hafi átt gott samtal um komandi aðgerðir á fundi sínum á föstudag. „Svo bara vona ég að það verði tilefni til þess að taka einhverjar ákvarðanir hraðar,“ segir hún.

Viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.