Fyrsta umferð Gettu betur í beinu hljóðstreymi.

Sigurliðin komast áfram í aðra umferð sem verður í næstu viku, 17. og 19. janúar. Þann 4. febrúar hefjast sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer fram 18. mars.

Viðureignir kvöldsins:
19:00 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ — Menntaskólinn á Egilsstöðum.
19:40 Menntaskólinn við Hamrahlíð — Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu.
20:20 Menntaskólinn að Laugarvatni — Verkmenntaskóli Austurlands.

Skólarnir sem komnir eru í aðra umferð eru:

  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
  • Framhaldsskólinn á Húsavík.
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands.
  • Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
  • Tækniskólinn.
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi.
  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga.
  • Kvennaskólinn í Reykjavík.
  • Menntaskólinn í Reykjavík.
  • Borgarholtsskóli.