Tæplega sjö þúsund manns eru ýmist í einangrun eða sóttkví vegna covid. Enn einn metdagurinn í fjölda smita var í gær. Börn í sýnatökuröðinni sáu sum hver fram á óvenjuleg jól þar sem annað foreldrið var með veiruna.
Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti, 3,4 stig, varð klukkan rétt rúmlega tvö í nótt.
Lögreglukonan sem skaut tvítugan pilt til bana í Minnesota í apríl var í gær sakfelld fyrir manndráp og á yfir höfði sér allt að tuttugu og fimm ára fangelsi.
Fjölskylda í Hlíðunum lætur covid ekki slá sig út af laginu. Jólahaldið verður úti í garði svo miðjubarnið í einangrun fái selskap og nærveru á meðan á jólamatnum stendur.
Margir líta á það sem órjúfanlegan þátt af jólahaldinu að fara í sund á aðfangadag, sem er orðinn einn vinsælasti sunddagur ársins.