Grindvíkingar halda ró sinni þrátt fyrir að líklegt sé talið að geti farið að gjósa á ný við Fagradalsfjall. Sumum hugnast eldgosið betur en jarðskjálftarnir sem eru undanfari þess.

Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Meira en tvö þúsund skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhring, þar af á fjórða tug skjálfta yfir þremur að stærð.

Fréttastofa tók nokkra íbúa í Grindavík tali í dag og kíkti á gosstöðvarnar.

Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá gosstöðvunum.