Hópsmit er komið upp á Alþingi, fimm hafa greinst, þar á meðal þrír þingmenn úr tveimur stjórnarandstöðuflokkum. Við ræðum við forseta Alþingis um áhrif þess á þingstörfin í fréttatímanum. Landsréttur gerði í dag íslenska ríkinu að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar samtals 610 milljónir króna í miskabætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þetta eru hæstu miskabætur Íslandssögunnar.