Fljúgandi hálka er víða á landinu og hafa ökumenn lent í nokkrum vandræðum vegna þessa. Vörubíll sem var að salta göturnar í Kópavogi rann afturábak í hálkunni og lenti utan í fimm bílum.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er flughált á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, á útvegum í Húnavatnssýslum, í Þverárhlíð, Hálsasveit og í Hvítársíðu. Dynjandisheiði, Breiðdalsheiði og Öxi eru lokaðar en vetrarfærð er á flestum fjallvegum.
Rétt fyrir klukkan sjö í morgun rann vörubíll sem var að salta í Kópavogi afturábak og lenti utan í fimm bílum. Engin slys urðu á fólki en eignatjón nokkuð.
Þá ók bíll utan í vegrið á Hellisheiði. Þar urðu ekki slys á fólki. Þetta kom fram í máli Ólafi Gunnars Sævarssonar lögreglumanns í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgunfréttum útvarps.