Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp vegartálma á Hringbraut í Reykjavík í kvöld, þar sem hver einasti ökumaður var prófaður með áfengismæli. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að því miður hefðu aðeins liðið nokkrar mínútur þar fyrsti ökumaðurinn mældist ölvaður undir stýri.
Meira en 800 ökumenn hafa verið kærðir fyrir ölvunarakstur á þessu ári, nokkuð fleiri en í fyrra. 1120 hafa verið kærðir fyrir að aka undir áhrifnum fíkniefna, sem er fækkun frá því á sama tíma í fyrra.
Lögreglan hefur nú hafið átak varðandi ölvunarakstur. Þá hefur síðustu ár verið notuð sú aðferð að setja upp vegartálma og láta ökumenn blása í áfengismæli.
Viðtalið við Árna Friðleifsson má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.