Tvíburasysturnar Helena og Hildur Clausen Heiðmundsdætur eru báðar liðsmenn í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sem nú er statt í Portúgal á Evrópumótinu. Liðið æfði í keppnishöllinni dag og keppir í undanúrslitum á morgun en systurnar voru báðar ánægðar með daginn.

Hildur og Helena sögðu í samtali við RÚV í dag að æfing dagsins hefði gengið ótrúlega vel. Liðið hafi mætt, gert allt sem að þurfti að gera og er bara mjög spennt fyrir morgundeginum. Gekk ótrúlega vel, komum gerðum allt sem að þurfti að gera og erum bara mjög spenntar fyrir morgundeginum. 

Aðspurðar hvernig það sé að vera saman í liðinu segja stelpurnar það skemmtilegt að deila saman áhugamáli. „Við gefum hvor annarri punkta þegar okkur gengur ekki sjúklega vel og getum hjálpað hvor annarri.“ Helena segir að örsjaldan verði þær pirraðar á hvor annarri á æfingu. „Samt alls ekki oft,“ segir Hildur. „Við erum bara mjög góðar saman,“ bætir Helena við. 

Þetta er annað landsliðsverkefni systranna sem kepptu með stúlknaliðinu í unglingaflokki á síðasta Evrópumóti árið 2018. Nú eru þær hins vegar komnar í kvennaliðið en segjast nýta reynsluna frá því síðast, kunni betur á hlutina og séu betur fókusaðar. „Mér finnst við bara meira með þetta núna, bara svona geðveikt tilbúnar,“ segir Helena að lokum.