Jan Marie Fritz, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinnati, lítur á það sem mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun við ákveðinn aldur. Hún er stödd hér á landi við rannsóknir og hefur tekið viðtöl við fjölda íslendinga sem hafa verið skikkaðir á eftirlaun, ýmist með eða gegn vilja þess.

Fritz telur aldursfordóma algenga á atvinnumarkaði, en mikilvægt sé að gera sér grein fyrir mismunandi öldrunarferli fólks.

„Ég tel mikilvægast að gera sér grein fyrir því að það er ekki bara ein nálgun til við það að eldast. Ef líkamlegri eða andlegri heilsu er áfátt; mjög margir glíma við vitglöp eða byrjun á slíkri hrörnun. Að átta sig á því að ferillinn fyrir þessa ólíku hópa er mjög mismunandi“ segir Fritz.

Hægt er að horfa á viðtalið úr Silfrinu í gær í spilaranum hér að ofan.