Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Maðurinn er á lífi en fréttastofa hefur að öðru leyti ekki upplýsingar um ástand hans og lögregla verst allra fregna.

Lögreglumenn höfðu verið kallaðir til að götunni Dalseli um klukkan hálfellefu í eftir að skothvellir heyrðust í götunni.

Maðurinn hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að leggja frá sér vopnið og segja sjónarvottar að nokkrir skothvellir hafi heyrst úr byssu mannsins eftir að lögregla kom á staðinn. Fór því svo að lögregla skaut hann og yfirbugaði.

Í samtali við fréttastofu segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, að hún geti ekki tjáð sig um málið. Von er á fréttatilkynningu.

Fréttin hefur verið uppfærð