Hljómsveitin Flott steig á svið í bílakjallara Hörpu í kvöld á Tónaflóði. Þær tóku tvö glæsileg lög, meðal annars Mér er drull.

Þrátt fyrir enga áhorfendur létu stelpurnar í Flott ekki það á sig fá og héldu uppi stemningunni með glæsilegum flutningi á lögunum Segðu það bara og Mér er drull.  

Hljómsveitin er fremur ný á sjónvarsviðinu en þær komu saman rétt fyrir heimsfaraldur. Þær hafa verið að safna kröftum, efniviði og vinna nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári.