Norðmaðurinn Karsten Warholm varð nú rétt í þessu Ólympíumeistari í 400 m grindahlaupi karla á nýju heimsmeti. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að hlaupa greinina á undir 46 sekúndum.

Warholm átti sjálfur heimsmetið fyrir úrslitahlaupið í nótt. Það var 46,70 sek. Hann stórbætti metið hins vegar með því að hlaupa í úrslitunum á 45,94 sek. Hreint lygileg bæting. Benjamin Rai frá Bandaríkjunum sem varð annar hljóp langt undir gamla heimsmetinu því tími Rai var svo 46,17 sek. Rai á því núna næstbesta tíma sögunnar og silfur frá Ólympíuleikunum. Hann setti Norður-Ameríkumet.

Þriðji varð svo Brasilíumaðurinn Alison dos Santos á Suður-Ameríkumeti, 46,72 sek. Svo hratt hljóp Warholm að hann dró keppinauta sína með sér á áður óþekktan hraða. Kyron McMaster sem varð fjórði setti ástralskt landsmet, Yasmani Copello sem varð sjötti jafnaði tyrkneska landsmetið og Rasmus Magi sem varð sjöundu bætti eistneska landsmetið.

Warholm hefur verið besti 400 m grindahlaupari heims síðustu ár. Hann varð heimsmeistari í London 2017 og svo aftur í Doha 2019. Núna tókst Norðmanninum sem að vinna sín fyrstu Ólympíuverðlaun og það með látum. Gull og hreint ótrúlegt heimsmet.