Forsætisráðherra segir Ísland vera mjög framarlega í flokki þjóða þegar kemur að bólusetningum og því verði viðbrögðin hér mikilvæg fyrir aðrar þjóðir. Hún segist skynja það vel að það sé óþol hjá þjóðinni að fá skýr svör sem fyrst um hvað standi til að ríkisstjórnin kynni eftir að hafa fengið og fjallað um tillögur frá sóttvarnalækni sem eiga að berast síðar í kvöld.
Einnig lýkur forsætisherra lofsorði á íslensku þjóðina fyrir úthaldið. „Það sem er að gerast núna hjá okkur mun verða mjög mikilvægt fyrir aðrar þjóðir. Við sjáum það líka að Norðmenn voru að taka nýjar ákvarðanir um kröfur á sínum landamærum, við sjáum að grímuskylda er aftur komin til umræðu í Bandaríkjunum, þannig að það eru auðvitað allar þjóðir að laga sig að þessari óvissu og þar höfum við Íslendingar sýnt gríðarlega mikið úthald og þolgæði.”
https://www.ruv.is/frett/2021/07/22/katrin-skynja-vel-othol-hja-thjodinni-eftir-svorum
Sóttvarnalæknir segist ekki leggja til jafn harðar aðgerðir og áður. Það megi þakka bólusetningum en hann telur að smit geti verið útbreiddara en vitað sé. Hann segir vonbrigði að þurfa að grípa til aðgerða nú.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki leggja til jafn harðar aðgerðir og áður en aðgerðir séu þó fullkomlega réttlætanlegar í ljósi stöðunnar.
https://www.ruv.is/frett/2021/07/22/adgerdir-verda-ekki-eins-hardar-og-adur
Hörður Orri Grétarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir í raun ekkert nýtt að frétta af undirbúningi og aðdraganda Þjóðhátíðar. Samkvæmt áætlun hefst Þjóðhátíð eftir rétta viku.
Að sögn Harðar er stöðugt samtal í gangi þar sem verið er að meta stöðuna. Eitthvað hefur verið um að fólk vilji selja miða sína á Þjóðhátið 2021 en Hörður hefur sagt í samtali vi fjölmiðla að enn vilji fleiri kaupa miða á hátíðina en selja þá.
Áætlað er að Unglingalandsmót UMFÍ fari fram á Selfossi um Verslunarmannahelgina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað aðgerðir innanlands og mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag.
Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri landsmótsins segir í samtali við fréttastofu í dag að UMFÍ muni halda áfram sínu striki og stefni á að halda Unglingalandsmótið.
„Við erum meðvituð um stöðuna og gerum ekkert sem við eigum ekki að gera,“ sagði Ómar.
Hann sagði allir skilja þá stöðu sem komin er upp og kveðst vilja fá upplýsingar um aðgerðir sem fyrst. Um leið og þær ákvarðanir liggi fyrir geti UMFÍ tekið skynsamlegar ákvarðanir um Unglingalandsmótið.
Ásókn í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega verði fólki sem fékk Janssen-efnið ekki gefin önnur sprauta fyrr en í ágúst, en heilsugæslan bíði fyrirmæla sóttvarnalæknis.
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg.
Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað í dag þar sem hann leggur til aðgerðir vegna mikillar fjölgunar COVID-smita undanfarið.
Þessu greindi Þórólfur frá á upplýsingafundi almannavarna í dag.
https://www.ruv.is/frett/2021/07/22/thorolfur-sendir-svandisi-minnisblad-i-dag
Á fundinum fór sóttvarnalæknir yfir framgang faraldursins síðustu daga. Hann greindi þá frá því að hann hyggist leggja fram minnisblað um hertar aðgerðir innanlands.
Einstaklingar sem hafa verið bólusettir með Janssen munu í ágúst fá „örvunarskammt“ með bóluefni Pfizer.
Þá minntu Víðir og Þórólfur á persónubundnar sóttvarnir og hvöttu sem fyrr til samstöðu.
Takk fyrir í dag.
„Markmið okkar eru þau sömu og áður. Verja heilbrigðiskerfið og viðkvæmu hópana. Við ætlum að leita allra leiða til að hindra innkomu veirunnar við landamærin og hefta samfélagslegt smit með eins lítið íþyngjandi aðgerðum fyrir samfélagið. Þetta hefur ekkert breyst,“ segir Víðir í lok fundar og minnir á persónulegar sóttvarnir.
Handþvottur, spritt, fjarlægðarreglur og grímur ef ekki er hægt að tryggja fjarlægð.
Þetta er því miður ekki búið. Við getum þetta og þurfum að gera þetta saman. Það er eina leiðin.
Ég sé ekki alveg að við höfum getu til þess að gera það. Það er vissulega komið upp hraðgreiningarpróf en það þarf samt mikinn mannskap til að sinna því.
Þetta þyrftu aðrir að skoða og sjá hvort þetta yrði framkvæmanlegt. Mjög dýrt og ekki viss hvort takist að framkvæma þetta með svo litlum fyrirvara.
Víðir segir að fleiri mannamót séu væntanleg og því tugþúsundir manna sem þyrfti að skima.
Þurfum að horfast í augu við það að faraldrinum lýkur ekki fyrr en honum er lokið í öllum heiminum. Honum er ekki lokið þegar það er búið að kveða hann niður innanlands.
Hversu lengi þurfum við að búa við aðgerðir?
„Þetta er ekki bara nokkra vikna barátta sem lýkur svo og við getum bara tekið upp fyrra líf. Þetta er lengri barátta en svo,“ segir Þórólfur.
Væntanlegar aðgerðir í raun og veru ekkert frábrugðnar fyrri aðgerðum. Reynslan frá fyrri bylgjum verður nýtt.
Við erum að sjá alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Fleiri og fleiri að færast á alvarlegt svið veikinda.
Í flestum tilfellum heilbrigt fólk og óvíst hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi sjúkdóma sýkist þrátt fyrir bólusetningu.
Skynsamlegra að koma í veg fyrir smit núna heldur en að bíða eftir faraldri innlagna, þá sé of seint í rassinn gripið.
Að minnsta kosti þurfa að líða 4-6 vikur á milli bólusetningar og örvunarskammts. Ekki verður því bólusett að nýju fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar.
Þórólfur segir bólusetningar barna til skoðunar.
„Má ekki slá okkur út af laginu. Verðum að bregðast við með þeim aðferðum sem við kunnum og vitum að virka. Samstaðan er okkar helsta vopn,“ segir Þórólfur.
Þeim sem hafa verið bólusettir með Janssen bóluefninu verður boðinn aukaskammtur af bóluefni.
Sama gildir um þá sem ekki hafa sýnt nægilega mikið mótefnasvar eftir bólusetninu.
Þórólfur segir stöðuna sem komna er upp vera vonbrigði.
Þórólfur ætlar að senda ráðherra minnisblað um tillögur innanlands.
Þórólfur vill ekki ræða þær fyrr en að ráðherra hefur fengið tækifæri til að fara yfir þær.
Eftir sem áður eru persónubundnar sóttvarnir lykillinn en þegar þær ganga ekki þarf samfélagslegar sóttvarnir.
Sóttvarnalæknir minnir á nýjar reglur á landamærunum og hvetur þá sem koma til landsins að fara varlega.
Delta-afbrigðið er í mikilli sókn í mörgum Evrópulöndum, aukningar að gæta á innlögnum á spítala.
Með útbreiddri bólusetningu getum við séð útbreitt smit og fleiri innlagnir á spítala
Flestir hinna smituðu undanfarnar vikur hafa verið bólusettir og þar af flestir með Janssen bóluefninu.
Sex einstaklingar eru nú í nánu eftirliti COVID-göngudeildar. Þórólfur segir hugsanlegt að þeir þurfi innlögn á spítala.
Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með COVID-19 innanlands, síðustu vikuna 213.
Greinilegt að nýja bylgjan er í veldisvexti. Fjöldi smitaðra í gær með þeim hæstu frá upphafi faraldurs í fyrra.
Öll smitin eru af Delta-afbrigðinu og má rekja mörg þeirra til landamærana.
Þórólfur ræðir Delta-afbrigðið og virkni bóluefna gegn því. Nýjar upplýsingar gefi til kynna að bóluefni hafi minni vernd gegn smiti en áður var talið. Virknin sé þó enn góð gegn alvarlegum veikindum.
Eins og oft áður hefur Víðir Reynisson fundinn.
Víðir segir nýjar áskoranir stöðugt koma fram og veiran sýni sífellt ný andlit.
„Við vitum þó hvað við eigum að gera,“ segir Víðir og minnir á nýjar reglur á landamærunum.
Hann gefur Þórólfi orðið.
Af 78 sem greindust með COVID voru 52 fullbólusett og fimm búin að fá fyrri sprautu.
Nítján af 78 voru í sóttkví og er nýgengni smita á landamærunum nú 16,1.
78 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. 287 eru í einangrun og 723 í sóttkví.
Einn liggur inn á sjúkrahúsi vegna COVID-19.
Mikið er að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur löng röð myndast við Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatakan fer fram.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir langa röð gangi allt fljótt fyrir sig.
Fólki er því ekkert til fyrirstöðu að bóka sig í sýnatöku og mæta á Suðurlandsbrautina.
Þeim sem mæta í sýnatöku hefur fjölgað dag frá degi undanfarið. Í gær mættu 3.500 í sýnatöku. Þar af voru 2.000 í einkennasýnatöku en 1.500 létu skima sig fyrir utanlandsför.
Rétt um áttatíu einstaklingar dvelja nú í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins. 170 eru þá í skimunarsóttkví.
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður húsanna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsfólk sé farið að lýjast.
„Við þurfum hugsanlega að bæta eitthvað við starfsfólki. Sérstaklega með þennan fjölda í huga sem er að koma. Við erum nokkuð viss um að það verði áfram fjölgun í dag og næstu daga.“
Farsóttanefnd Landspítala hefur mælst til þess að starfsfólk spítalans sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi fari skimun vegna COVID-19 eins fljótt og auðið er.
Smit hafa greinst hjá gestum LungA og segir í tilkynningu farsóttanefndar að mikilvægt sé að ná utan um dreifinguna sem fyrst.
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá upplýsingafundi almannavarna.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála í faraldrinum. Til fundarins er boðað í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga.
56 kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og búist er við áframhaldandi fjölgun smita.
Fundurinn er í beinni útsendingu í útvarpi, sjónvarpi og hér á vefnum.