Hin átján ára gamla Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sem keppti í dag í úrslitum Opna breska áhugamannamótsins í golfi segir árangurinn gefa sér sjálfstraust upp á framhaldið að gera. Hún tapaði í úrslitum fyrir Skotanum Louis Duncan en árangurinn engu að síður frábær.

„Mér leið bara vel. Ég náði alveg að halda mér frekar rólegri og var ekkert að hugsa um verðlaunin í dag. Ég er mjög ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að ná þessum árangri. Þetta gefur mér aukið sjálfstraust og það er gaman að sjá að æfingar séu að skila sér,“ segir Jóhanna. 

Hún má búast við því að taka stórt stökk á heimslista áhugakylfinga en hún er sem stendur í 944. sæti.  

„Ég er bara mjög spennt að sjá á miðvikudaginn hvað gerist.“

Framundan hjá Jóhönnu er Íslandsmótið í holukeppni á Þorláksvelli næstu helgi og restin af golfsumrinu á Ísland.