Mikill hraunstraumur rennur nú að vestari varnargarðinum í Nafnlausadalnum í Meradölum. Laust eftir hádegið tók hrauná að streyma að garðinum og hraunið hefur hækkað og á aðeins um metar eftir til að ná yfir varnargarðinn.
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttamaður og Guðmundur Bergkvist myndatökumaður eru við varnargarðana. Hún segir að fyrir örfáum mínútum hafi hraunrennsli við vesturgarðinn aukist hratt og það sé nú komið að honum. Hraunbreiðan er orðin um sjö metra há en varnargarðurinn er um átta metra hár. Hún segir að mikinn hita leggi frá hrauninu og þeir sem standa nærri hraunjaðrinum verða rjóðir í kinnum vegna hitans. Um 40 manns eru við varnargarðanna og virða fyrir sér þetta mikla sjónarspil. Á vefmyndavél RÚV sést að verktakar eru enn við vinnu við varnargarðinn og þar ganga vegfarendur yfir garðinn.
Hólmfríður Dagný tók meðfylgjandi myndskeið og myndir nú um klukkan 14.