Mikið er um dýrðir í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld þar sem fyrri undanúrslit Eurovision fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Sextán atriði stíga á svið og eftir símakosningu kemur í ljós hvaða tíu þjóðir verða á meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag.
Ef eitthvað er að marka veðbanka í ár verður keppnin mjög jöfn og spennandi, og ljóst er að hvert einasta atriði á sér hóp af aðdáendum. Það er því von á hörkukeppni um sætin tíu. Gísli Marteinn Baldursson lýsir því sem fram fer fyrir íslenskumælandi áhorfendum. Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni með enskri lýsingu hér.
Þjóðirnar sem freista þess í kvöld að komast í úrslitin eru:
- Litáen
- Slóvenía
- Rússland
- Svíþjóð
- Ástralía
- Norður-Makedónía
- Írland
- Kýpur
- Noregur
- Króatía
- Belgía
- Ísrael
- Rúmenía
- Aserbaísjan
- Úkraína
- Malta
Á fimmtudag flytja svo Daði Freyr og Gagnamagnið lagið 10 Years fyrir hönd Íslendinga og þá mega landsmenn taka þátt í símakosningunni.
Here you can watch tonight's Eurovision Song Contest with English commentary.