Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra segir að þeir sem glíma við sára fátækt hér á landi hafi fengið aukin stuðning hér á landi. Einstæðir foreldrar hafi fengið hærri barnabætur. Það megi útbúa margar skálar af hafragraut fyrir þann aukna stuðning.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins spurði Bjarna Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra að því i óundirbúnum fyrirspurnunum í dag hvort að þeir fjármunir sem farið hafa í sóttvarnaaðgerðir vegna komu ferðamanna væri ekki betur borgið hjá þeim sem glíma við sára fátækt hér á landi.
„Hvar á að fá peningana til að útrýma þeim fáu sem lifa við sárafátækt? Þetta spurði hæstvirtur fjármálaráðherra mig þegar ég spurði hann hvers vegna hann hjálpaði ekki þeim fáu sem hann telur að lifa við sára fátækt hér á Íslandi. Hvar eigum við að fá peningana til þess? 2 milljarðar hafa verið greiddir í viðspyrnustyrki. Þá hafa verið greiddar um 9,5 milljarður króna verið greiddur tekjufallsstyrki, 2,3 milljarðar í lokunarstyrki,“ sagði Gumnundur Ingi.
Þá undraðist hann að ríkið leggi fjármuni í rekstur sóttvarnahótela fyrir ferðamenn.
„Síðast en ekki síst fimm daga sóttkví og lúxus á lúxushóteli fyrir ferðamenn með fæði. En þegar þessi útgjöld voru sett, þá kom hæstv. fjármálaráðherra ekki upp í ræðupúlt og spurði: Hvar í ósköpunum eigum við að fá peninga til að gera þetta? Ég minnist þess ekki og þess vegna spyr ég hæstv. fjármálaráðherra: Er ekki hægt að ná í þessa peninga og nákvæmlega sömu stað tók þá eða er ekki hægt að redda þeim örfáu sem hann telur að liði í sára fátækt á Íslandi?“ spurði Guðmundur Ingi.
„Við tókum lán. Við teljum að með því að gera það þá séum við að bjarga verðmætum þannig að ég held að það verði bara að horfa til þess að við erum að reka ríkissjóð með geigvænlegum halla og hugmyndir um að afnema allar tekjutengingar, svo dæmi sé tekið, kostar 10 milljarða. En vandinn er til staðar og ég segi að svarið við þessu undirliggjandi máli sem hv. þingmaður er að rekja hér er að halda áfram að skapa mikil verðmæti. Kraftmikið atvinnulíf á Íslandi er forsenda þess að við getum stoppað í götin í velferðarkerfinu,“ svaraði Bjarni Benediktsson.
Guðmundur tók dæmi úr samtímanum og sagði að þau vermæti sem fjármælaráðherra tiltók vera dropa í hafið.
„Einstæður foreldri sagði við mig nýlega: hafragraut á morgnana og hafragrautur seinni partinn eftir 15. hvers mánaðar. Þá eru fjármunir búnir og þá getur viðkomandi eftir að borga leigu og önnur útgjöld ekki haft efni á öðru fæði og hann sagði um helgar, þá er hann líka enn þá notum við þurkaða ávexti, rúsínur og annað og kanil til að fá tilbreytingu og lúxus. Þessi einstaklingur og fleiri, getum við ekki bara boðið þeim nú þegar fimm daga hótelavist, fæð? Vegna þess að við gerum það með ferðamenn og við eigum ekki að bjarga verðmætum þar.“ sagði Gumundur.
Bjarni svaraði því þannig til að það væri snúið að taka einstök dæmi eins og Guðmundur gerði. Menn þurfi að vita forsendur þar á bak við. Ríkisstjórnin hafi bætt við stuðning við einstæða foreldra á kjörtímabilinu.
„Maður vill skilja hvað er á bak við. Maður vill skilja hverjar eru tekjurnar, hverjir eru tekjustraumarnir, hvort viðkomandi er virkur á atvinnumarkaði eða ekki? En ég get nefnt eitt dæmi hér að fyrir einstætt foreldri með tvö börn þá hafa breytingar á barnabótum í tíð þessarar ríkisstjórnar styrkt stöðu einstæðs foreldris með 300.000 kr. í tekjur á mánuði um meira en 100.000 kr. á ári. Það eru 100.000 kr. viðbótar barnabætur á ári bara vegna breytinganna sem við í þessari ríkisstjórn hefur verið að gera,“ sagði Bjarni.
„Ef háttvirtur þingmaður vill mæla það í hafragrautsskálum eru þetta margar hafragrautsskálar,“ sagði Bjarni að lokum.
Aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi séu gerðar hér á landi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallaði eftir því að liðskiptaaðgerðir sem hægt er að gera hér á landi verði framkvæmdar hér á landi í stað þess að senda fólk til útlanda. Þetta sé vandamál og umræða sem hafi staðið allt frá því árið 2019. Sagði Sigmundur að Bjarni hafi árið 2019 lýst áhyggjum af þessu ástandi en að þær skýringar sem gefnar höfðu verið væru þær að óþarfi væri að semja við þriðja aðila vegna þess að Landspítalinn gæti framkvæmd þessar aðgerðir.
„Hver er skýringin nú? Hvers vegna getur Landspítalinn ekki unnið upp þessa biðlista? Er ríkisstjórnin ekki reiðubúin til að semja um að kaupa þessa þjónustu sem er til staðar? Er í boði hér á Íslandi? Í rauninni virðist einfaldlega vera afturför, áframhaldandi afturför í samskiptum ríkisstjórnarinnar, ríkisvaldsins við þá sem eru sjálfstætt starfandi og eru að þjónusta ríkið á sviði heilbrigðismála. Eins og hæstv. ráðherra nefndi. Er ekki skynsamlegra að hætta að borga fyrir þessar ferðir til útlanda og nota peninginn þess í stað hér heima? Hvers vegna hefur ekkert gerst í þessum málum?“ spurði Sigmundur.
Bjarni sagði það vonbrigði að staða mála væri eins og hún er. Hann sagði það vera á borði heilbrigðisráðherra að svara fyrir ástæður þess að málin standi eins og raunin er.
„En mín sýn hefur ávallt verið skýr. Við eigum alls ekki að senda með þreföldum kostnaði fólk úr landi til að framkvæma aðgerðir sem við erum sammála um að fólk eigi rétt á að fá gerðar á Íslandi,“ sagði Bjarni
Spurði um gang Laugalandsmálsins
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata spurði Ásmund Einar Daðason um stöðu rannsóknar á málefnum kvenna sem dvöldu á Laugalandi. Rannsóknin snýr að því hvort að þær hafi sætt ofbeldi og hvort að þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu hafi reynt að sópa málinu undir teppið.
„Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan þessi tillaga var samþykkt og það er lítið að frétta af umræddri rannsókn. Raunar hafa runnið tvær grímur á konurnar sem sátu fund með hæstv. ráðherra og töldu sig hafa vilyrði hans um að í þetta sinnið, harðræði sem þeir máttu sæta rannsakað en ekki sópað undir teppi, eins og síðast þegar mál þeirra komi upp á yfirborðið,“ sagði Þórhildur Sunna.
Ásmundur sagði málið vera í forgangi og í farvegi. Gert sé ráð fyrir að rannsókn ljúki á þessu ári.
„Þannig er að um er að ræða tiltölulega viðamikið verkefni og held að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé ekki pólitíkin sem sé að halda utan um rannsóknirna sem slíka en mér er kunnugt um, og hef ýtt á eftir því, við Gæða- og eftirlitsstofnun sem er sjálfstæð eftirlitsstofnun að hún sé sett í forgang og að það verði ekki fjármagn sem þar muni skorta. Það er gert ráð fyrir því, samkvæmt verkáætlun, sem ég hef kallað eftir, frá Gæða- og eftirlitsstofnun og hefur borist, að það verði um þrír til fjórir sérfræðingar með þekkingu og rannsóknum, barnavernd og áföllum sem munu koma að þessu verkefni og gert er jafnframt ráð fyrir því að nú er verið að kalla eftir gögnum sem málinu tengjast og mér skilst að sá gagna listi sé upp á í kringum 500 málsskjöl,“ sagði Ásmundur Einar.