Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Eftirlit Samgöngustofu með fjárhagsstöðu WOW air brást algjörlega að mati Ríkisendurskoðunar. Samgöngustofa er harðlega gagnrýnd fyrir að blekkja samgönguráðuneytið og fullyrða að eftirlit stæði yfir, þegar það var enn ekki hafið. 

Dönsk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta alfarið að nota bóluefni frá AstraZeneca. 

Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðningu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir má taka barn í fóstur

Stefnt er að því að flugfélagið Play hefji áætlunarflug í lok júní. Stjórnendur munu kynna fyrirætlanir sínar á næstu dögum en félagið hefur tryggt sér ríflega fimm milljarða króna. 

Stjórnvöld í Japan eru harðlega gagnrýnd fyrir að ætla að dæla vatni úr kjarnorkuveri í Fukushima í sjóinn. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna eftir miklar náttúruhamfarir árið 2011. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum RÚV sem hefjast á slaginu 19. Þær eru táknmálstúlkaðar hér og á RÚV 2.

Fréttir án táknmálstúlkunar má sjá hér að neðan einnig

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.