„Það eru ekki forsendur fyrir því að fólk geti komið hérna inn og verið hér í örfáa daga sem eru færri en sóttkvíardagar og það þarf að taka fyrir það, sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún telur ekki svo að ferðamenn geti komið til landsins og brotið reglur um sóttkví.

„Ég hef nú séð að lögregla er að snúa þeim við og það er verið að ítrekað það að þú verður að skrá þá dagsetningu sem þú ferð héðan svo það séu ekki forsendur til þess að fólk komi hingað einungis til þess að brjóta sóttkví.“

Í dag voru kynntar nýjar reglur fyrir komufarþega til landsins sem taka gildi á fimmtudag. Þar er kveðið á um að allir ferðamenn skuli forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir. 

Einnig verður gerð sú krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins.

Þarf að stoppa betur í götin á landamærunum? 

„Já, og það erum við að gera. Við höfum auðvitað tryggt það að landamærin eru mjög stíf. Við erum með mjög stífar reglur og það eru langflestir sem fara í þrjár skimanir og sóttkví,“ sagði Áslaug Arna.