Íslenska 21 árs landslið Íslands í fótbolta mætir Danmörku í öðrum leik sínum á Evrópumóti 21 árs liða í Györ í Ungverjalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og er sýndur í beinni útsendingu RÚV.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 12:30. Leikinn og allt í kringu hann má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
Ísland er án stiga eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland steinlá, 4-1 fyrir Rússlandi á fimmtudag. Danir unnu þá 1-0 sigur á sterku liði Frakka. Það er því að duga eða drepast fyrir íslenska liðið í dag.
Lið Íslands:
Markvörður: Patrik Sigurður Gunnarsson
Hægri bakvörður: Hörður Ingi Gunnarsson
Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson
Miðverðir: Ari Leifsson og Ísak Óli Ólafsson
Miðjumenn: Willum Þór Willumsson, Stefán Teitur Þórðarson og Alex Þór Hauksson.
Hægri kantur: Mikael Neville Anderson
Vinstri kantur: Jón Dagur Þorsteinsson (f)
Framherji: Sveinn Aron Guðjohnsen.