Eftir tap í fyrsta leik þarf sterkt lið Englands nauðsynlega á sigri að halda til að komast áfram upp úr riðlinum á Evrópumóti undir 21 árs landsliða sem fram fer í Ungverjalandi og Slóveníu. England mætir Portúgal í dag sem vann fyrsta leikinn sinn í riðlinum.
Leikurinn hefst 19:00 og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV2, einnig má nálgast útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan.