Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægan leik í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið árið 2022. Leikurinn í dag er gegn Armeníu og er leikið ytra.
Eftir tap í fyrsta leik liðsins í riðlinum eru íslensku strákarnir staðráðnir í að bæta upp fyrir það í þessum leik. Sex breytingar eru gerðar á íslenska liðinu frá 3-0 tapinu gegn Þýskalandi.
HM-stofan hefst 15:10 og hefst leikurinn sjálfur 16:00. Hægt er að sjá leikinn beint á RÚV eða nálgast streymi af útsendingunni í spilarnum hér fyrir ofan.